fbpx

Um okkur

Hjá Birta Media starfar þaulreynt teymi sem unnið hefur saman að margvíslegum verkefnum. Okkur er ekkert óviðkomandi þegar kemur að margmiðlun hvort sem það er myndbandagerð, grafísk hönnun eða textagerð. Við viljum gefa litlum og meðalstórum fyrirtækjum færi á að geta keypt sér þessa þjónustu á viðráðanlegu verði og tryggja þeim á sama tíma fagmennsku á öllum sviðum þar sem Birta Media státar af sérfræðingi í hverri grein.

Birta Media getur hjálpað þér með allt sem viðkemur markaðssetningu. Hjá okkur starfar fagfólk í efnissköpun, umsjón samfélagsmiðla, gerð stafrænna auglýsingaherferða, myndbandagerð, vefsíðugerð, hönnun prentefnis og viðburðastjórnun.

Teymið
Birta Media Elín Arnar

ELÍN ARNAR

Kvikmyndagerð - Textaskrif
- Almannatengsl

Elín starfaði um árabil við gerð sjónvarpsauglýsinga og margvísleg verkefni í kvikmyndagerð. Síðar sneri hún sér alfarið að fjölmiðlum, þá aðallega ritstýringu á bæði prentmiðlum og vefmiðlum. Heimur vefmiðla kenndi henni ýmislegt um töframátt samfélagsmiðla, leitarvélabestun og algoriþma. Í dag er hún því búin að endurmennta sig sem stafrænn markaðssérfræðingur og þykir henni ekkert skemmtilegra en að geta nýtt alla sína fyrri reynslu við framleiðslu á grípandi efni fyrir samfélagsmiðla og veraldarvefinn.

Netfang: elin@birtamedia.is
Sími: 821-5568

Birta Media Auður Elísabet

AUÐUR ELÍSABET

Hönnun - Vefsíðugerð
- Viðburðir

Auður Elísabet hefur borið marga hatta í gegnum tíðina og náð sér í alls konar gráður, þó má segja að sköpun og stýring sé rauði þráðurinn í hennar starfs- og menntasögu. Hún lærði innanhúsarkitektúr og iðnhönnun á Ítalíu og grafíska hönnun, vefsíðugerð og viðburðastjórnun á Íslandi. Hjá Birtu fær Auður nýta alla hattana sína í mismunandi verkefnum enda allir veigamiklir þegar kemur að heimi samfélagsmiðla og margmiðlunar.

Netfang: audur@birtamedia.is
Sími: 869-0937

Birta Media Inga Margrét

INGA MARGRÉT

Verkefnastjórn - Skapandi skrif
- Áætlanir

Inga Margrét er viðskiptafræðingur með Mastersgráðu í Menningarstjórnun. Í gegnum tíðina hefur hún starfað við hin ýmsu sölu- og markaðsstörf og sem verkefnastjóri. Inga hefur sérhæft sig í verkefnastjórnun á sviði menningar sem felur í sér viðburðastjórnun, skapandi skrif, gerð viðskiptaáætlana og markaðsstörf. Henni þykir ekkert jafnast á við það en að koma ástríðu og hugmyndum niður á blað og í fallegt form fyrir aðra að njóta.

Netfang: inga@birtamedia.is
Sími: 663-7089