fbpx

Áskrift að

markaðsdeild

Velkomin

Hjá Birta Media starfar þaulreynt teymi sem unnið hefur saman að margvíslegum verkefnum. Okkur er ekkert óviðkomandi þegar kemur að margmiðlun hvort sem það er myndbandagerð, grafísk hönnun eða textagerð. Við viljum gefa litlum og meðalstórum fyrirtækjum færi á að geta keypt sér þessa þjónustu á viðráðanlegu verði og tryggja þeim á sama tíma fagmennsku á öllum sviðum þar sem Birta Media státar af sérfræðingi í hverri grein.

Birta Media getur hjálpað þér með allt sem viðkemur markaðssetningu. Hjá okkur starfar fagfólk í efnissköpun, umsjón samfélagsmiðla, gerð stafrænna auglýsingaherferða, myndbandagerð, vefsíðugerð, hönnun prentefnis og viðburðastjórnun.

Þjónusta

Umsjón samfélagsmiðla

Hér er lítið mál að sníða stakk eftir vexti en við getum við sparað þér ómakið og séð um samfélagsmiðlana alfarið fyrir þig, allt frá efnissköpun til birtinga. Hér er mjög mismunandi hvað hver og einn þarf hjálp við. Við aðlögum okkar þjónustu að þínum þörfum.

Stafræn markaðssetning

Gerð birtingaráætlana, sem og umsjón og gerð auglýsingaherferða fyrir samfélagsmiðla og Google. Við sjáum um að hámarka árangur auglýsingaherferða þannig þú að lítir vel út og skilaboðin þín komist skýrt til skila hjá þeim hópi sem þú vilt ná til.

Vefsíðugerð

Það verður sífellt mikilvægara að vera sýnilegur á veraldarvefnum. Þú getur farið á mis við marga mögulega viðskiptavini ef þú finnst ekki þar eða ef síðan þín er komin til ára sinna. Það er nauðsynlegt að uppfæra reglulega. Við hjálpum til við vefsíðugerð og leitarvélabestun svo tilvera þín fari ekki á milli mála.

Myndbandagerð

Innan teymisins er áralöng reynsla í myndbandagerð bæði fyrir sjónvarp og kvikmyndir. Þú getur því verið örugg/ur með fagmannleg vinnubrögð hvort sem um er að ræða einföld myndbönd fyrir samfélagsmiðla eða áhrifaríkar auglýsingar.

Hönnun

Hjá okkur starfa bæði hugmyndaríkir og reyndir grafískir hönnuðir og textasmiðir. Við leggjum okkur fram við að hjarta þinnar starfsemi skíni í gegn hvort sem er stafrænt eða á prenti með nánu samstarfi við þig.

Viðburðir

Þegar kemur að viðburðastjórnun þá er ekkert sem okkar teymi getur ekki gert. Á meðal viðburða sem starfsfólk okkar hefur sett upp er RIFF 2020 og 2021, Eddan 2019 – 2023, Ad’Diriyah Seasons Saudi Arabia 2019 ásamt fjölda annara verkefna.

Hvar þarft þú hjálp?

Það er mismunandi hvaða hjól vantar undir markaðsvagninn hjá fyrirtækjum. Sumum er það í blóð borið að deila áhugaverðum póstum frá sinni starfsemi á samfélagsmiðla á meðan aðrir hafa lítinn áhuga og tíma. Því er gott að vita hvar helstu styrkleikar og veikleikar liggja. Hér fyrir neðan er hægt að taka stutta könnun sem varpar ljósi á það hvar þitt fyrirtæki gæti þurft hjálp. 

Áskriftarleiðir

BLIK
119.900 kr á mánuði
  • Umsjón samfélagsmiðla
  • Hönnun & birting META herferða
  • Stöðug eftirfylgni
  • Uppsetning á Google og yfirfara tengingar
BJARMI
229.900 kr á mánuði
  • Umsjón samfélagsmiðla
  • Hönnun og birting META herferða
  • Google Ad herferð
  • Stöðug eftirfylgni herferða
  • Leitarvélabestun
  • Uppsetning á Google og yfirfara tengingar
BJARTUR
339.900 kr á mánuði
  • Umsjón samfélagsmiðla
  • Hönnun og birting META herferða
  • Google Ads herferðir
  • Leitarvélabestun
  • Stöðug eftirfylgni herferða
  • Uppsetning á Google og yfirfara tengingar
  • Fréttabréf
BLIKANDI
449.900 kr á mánuði
  • Umsjón samfélagsmiðla
  • Hönnun og birting META herferða
  • Google Ads herferðir
  • Leitarvélabestun
  • Stöðug eftirfylgni herferða
  • Uppsetning á Google og yfirfara tengingar
  • Fréttabréf
  • Myndbandagerð
Teymið
Birta Media Elín Arnar

ELÍN ARNAR

Kvikmyndagerð - Textaskrif
- Almannatengsl

Elín starfaði um árabil við gerð sjónvarpsauglýsinga og margvísleg verkefni í kvikmyndagerð. Síðar sneri hún sér alfarið að fjölmiðlum, þá aðallega ritstýringu á bæði prentmiðlum og vefmiðlum. Heimur vefmiðla kenndi henni ýmislegt um töframátt samfélagsmiðla, leitarvélabestun og algoriþma. Í dag er hún því búin að endurmennta sig sem stafrænn markaðssérfræðingur og þykir ekkert skemmtilegra en að geta nýtt alla sína fyrri reynslu við framleiðslu á grípandi efni fyrir samfélagsmiðla og veraldarvefinn.

Birta Media Auður Elísabet

AUÐUR ELÍSABET

Hönnun - Vefsíðugerð
- Viðburðir

Auður Elísabet hefur borið marga hatta í gegnum tíðina og náð sér í alls konar gráður, þó má segja að sköpun og stýring sé rauði þráðurinn í hennar starfs- og menntasögu. Hún lærði innanhússarkitektúr og iðnhönnun á Ítalíu og grafíska hönnun, vefsíðugerð og viðburðastjórnun á Íslandi. Hjá Birtu fær Auður að nýta alla hattana sína í mismunandi verkefnum enda allir veigamiklir þegar kemur að heimi samfélagsmiðla og margmiðlunar.

Birta Media Inga Margrét

INGA MARGRÉT

Verkefnastjórn - Skapandi skrif
- Áætlanir

Inga Margrét er viðskiptafræðingur með Mastersgráðu í Menningarstjórnun. Í gegnum tíðina hefur hún starfað við hin ýmsu sölu- og markaðsstörf og sem verkefnastjóri. Inga hefur sérhæft sig í verkefnastjórnun á sviði menningar sem felur í sér viðburðastjórnun, skapandi skrif, gerð viðskiptaáætlana og markaðsstörf. Henni þykir ekkert jafnast á við að koma hugmyndum niður á blað og í fallegt form fyrir aðra að njóta.

Pantaðu fría ráðgjöf

Við hjálpum fyrirtækjum að vekja verðskuldaða eftirtekt. Ert þú tilbúinn að auka umsvif þín á veraldarvefnum með tilheyrandi aukningu í viðskiptum?